Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 08:31 Peter Gerhardsson er mættur til Íslands með bronsliðið sitt. mynd/stöð 2 Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28