Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Anton Ingi Leifsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 23. september 2020 07:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir stóðu sig ansi vel í þessu landsliðsverkefni. vísir/vilhelm Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á Laugardalsvelli. Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en markamaskínan Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. „Það var ljóst snemma að það voru tvö bestu liðin í riðlinum sem voru að mætast í kuldanum á Laugardalsvelli. Ísland veitti mótspyrnu á allt öðru stigi en önnur lið í riðlinum hafa sýnt til þessa,“ sagði í umfjöllun Vårnamo Nyheter. Þar var sérstök áhersla lögð á frammistöðu vængmanna íslenska liðsins. „Íslenska liðið mætti af krafti í öll návígi og tveir nítján ára leikmenn í íslenska liðinu, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ollu sænsku vörninni oft á tíðum í vandræðum í upphafi leiks. Þið skuluð leggja þessi tvö nöfn á minnið.“ Ósammála dómaranum eins og Íslendingar Íslenska liðið var ansi ósátt með að markið sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í fyrri hálfleik var dæmt af og sænski fjölmiðillinn var á sama máli. „Eftir að hafa horft á endursýninguna var hægt að skilja pirring íslensku leikmannanna. Snertingin frá Glódísi Perlu var ekki mikil áður en Lyon-stjarnan Sara Björk Gunnarsdóttir setti boltann í netið.“ „Ísland fékk fleiri tækifæri. Næst komust þær á 77. mínútu þegar það var heppni frekar en eitthvað annað sem kom í veg fyrir íslenskt mark. Ísland skaut tvisvar í þverslána, fyrst beint úr horni og síðan þegar Elín Metta Jensen skaut frákastinu einnig í þverslána.“ „Sænska liðið komst í gegnum storminn og varð að sætta sig við eitt stig,“ sagði að lokum í greininni sem má lesa hér. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44 Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á Laugardalsvelli. Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en markamaskínan Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. „Það var ljóst snemma að það voru tvö bestu liðin í riðlinum sem voru að mætast í kuldanum á Laugardalsvelli. Ísland veitti mótspyrnu á allt öðru stigi en önnur lið í riðlinum hafa sýnt til þessa,“ sagði í umfjöllun Vårnamo Nyheter. Þar var sérstök áhersla lögð á frammistöðu vængmanna íslenska liðsins. „Íslenska liðið mætti af krafti í öll návígi og tveir nítján ára leikmenn í íslenska liðinu, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ollu sænsku vörninni oft á tíðum í vandræðum í upphafi leiks. Þið skuluð leggja þessi tvö nöfn á minnið.“ Ósammála dómaranum eins og Íslendingar Íslenska liðið var ansi ósátt með að markið sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í fyrri hálfleik var dæmt af og sænski fjölmiðillinn var á sama máli. „Eftir að hafa horft á endursýninguna var hægt að skilja pirring íslensku leikmannanna. Snertingin frá Glódísi Perlu var ekki mikil áður en Lyon-stjarnan Sara Björk Gunnarsdóttir setti boltann í netið.“ „Ísland fékk fleiri tækifæri. Næst komust þær á 77. mínútu þegar það var heppni frekar en eitthvað annað sem kom í veg fyrir íslenskt mark. Ísland skaut tvisvar í þverslána, fyrst beint úr horni og síðan þegar Elín Metta Jensen skaut frákastinu einnig í þverslána.“ „Sænska liðið komst í gegnum storminn og varð að sætta sig við eitt stig,“ sagði að lokum í greininni sem má lesa hér.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44 Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56
Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44
Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47