Fylkir fór í framlengingu Bjarni Bjarnason skrifar 22. september 2020 23:29 Síðasti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni var leikur Fylkis og XY. Liðin mættust á heimavelli Fylkis en kortið sem þeir völdu var Dust II. Það var ekki að sjá að leikmenn Fylkis væru vel undirbúnir í fyrri hálf leik. En lið XY sem hóf leikinn í sókn (terrorist) byrjaði leikinn af miklu öryggi þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Eftir að xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) leysti listivel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti þremur féll lið Fylkis í sundur. Lið XY nýtti sér hikið sem var á mönnum Fylkis og röðuðu inn lotunum. Leikmenn XY þeir brnr (Birnir Clausson) og Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) sáu um að slá á fingurnar á Fylkismönnum þegar þeir reyndu að ná taki á leiknum aftur. Í lok fyrri hálfleiks var staðan 13 - 2 fyrir XY. Seinni leikhluti hófst og liðsmenn voru fljótir að tryggja sér fimmtándu lotuna og sigurinn virtist vera í höfn. Það sem að hefði átt að vera auðveldur eftirleikur fyrir XY varð fljótt að martröð . Af fordæmi viruz (Magnús Árni Magnússon) sem opnaði hverja lotuna á fætur annari fyrir Fylki fundu þeir taktinn aftur og XY missti tökin á leiknum. Með ótrulegri endurkomu hafði Fylkir komið sér aftur inn í leikinn og knúið fram framlenginu. Staðan var 15 - 15. Við tók hörkuspennandi framlenging þar sem skipst var á lotum og leikmenn áttu glæsilegar fléttur. Þó var það lið XY sem bar sigur úr bítum að lokum. Lokastaða leiksins var XY 19 - 17 Fylkir. Markaði þessi leikur lok 7.umferðar í Vodafonedeildinni og er hún nú hálfnuð. Hér fyrir neðan er staðan í deildinni. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti
Síðasti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni var leikur Fylkis og XY. Liðin mættust á heimavelli Fylkis en kortið sem þeir völdu var Dust II. Það var ekki að sjá að leikmenn Fylkis væru vel undirbúnir í fyrri hálf leik. En lið XY sem hóf leikinn í sókn (terrorist) byrjaði leikinn af miklu öryggi þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Eftir að xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) leysti listivel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti þremur féll lið Fylkis í sundur. Lið XY nýtti sér hikið sem var á mönnum Fylkis og röðuðu inn lotunum. Leikmenn XY þeir brnr (Birnir Clausson) og Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) sáu um að slá á fingurnar á Fylkismönnum þegar þeir reyndu að ná taki á leiknum aftur. Í lok fyrri hálfleiks var staðan 13 - 2 fyrir XY. Seinni leikhluti hófst og liðsmenn voru fljótir að tryggja sér fimmtándu lotuna og sigurinn virtist vera í höfn. Það sem að hefði átt að vera auðveldur eftirleikur fyrir XY varð fljótt að martröð . Af fordæmi viruz (Magnús Árni Magnússon) sem opnaði hverja lotuna á fætur annari fyrir Fylki fundu þeir taktinn aftur og XY missti tökin á leiknum. Með ótrulegri endurkomu hafði Fylkir komið sér aftur inn í leikinn og knúið fram framlenginu. Staðan var 15 - 15. Við tók hörkuspennandi framlenging þar sem skipst var á lotum og leikmenn áttu glæsilegar fléttur. Þó var það lið XY sem bar sigur úr bítum að lokum. Lokastaða leiksins var XY 19 - 17 Fylkir. Markaði þessi leikur lok 7.umferðar í Vodafonedeildinni og er hún nú hálfnuð. Hér fyrir neðan er staðan í deildinni.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti