Fylkir fór í framlengingu Bjarni Bjarnason skrifar 22. september 2020 23:29 Síðasti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni var leikur Fylkis og XY. Liðin mættust á heimavelli Fylkis en kortið sem þeir völdu var Dust II. Það var ekki að sjá að leikmenn Fylkis væru vel undirbúnir í fyrri hálf leik. En lið XY sem hóf leikinn í sókn (terrorist) byrjaði leikinn af miklu öryggi þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Eftir að xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) leysti listivel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti þremur féll lið Fylkis í sundur. Lið XY nýtti sér hikið sem var á mönnum Fylkis og röðuðu inn lotunum. Leikmenn XY þeir brnr (Birnir Clausson) og Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) sáu um að slá á fingurnar á Fylkismönnum þegar þeir reyndu að ná taki á leiknum aftur. Í lok fyrri hálfleiks var staðan 13 - 2 fyrir XY. Seinni leikhluti hófst og liðsmenn voru fljótir að tryggja sér fimmtándu lotuna og sigurinn virtist vera í höfn. Það sem að hefði átt að vera auðveldur eftirleikur fyrir XY varð fljótt að martröð . Af fordæmi viruz (Magnús Árni Magnússon) sem opnaði hverja lotuna á fætur annari fyrir Fylki fundu þeir taktinn aftur og XY missti tökin á leiknum. Með ótrulegri endurkomu hafði Fylkir komið sér aftur inn í leikinn og knúið fram framlenginu. Staðan var 15 - 15. Við tók hörkuspennandi framlenging þar sem skipst var á lotum og leikmenn áttu glæsilegar fléttur. Þó var það lið XY sem bar sigur úr bítum að lokum. Lokastaða leiksins var XY 19 - 17 Fylkir. Markaði þessi leikur lok 7.umferðar í Vodafonedeildinni og er hún nú hálfnuð. Hér fyrir neðan er staðan í deildinni. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn
Síðasti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni var leikur Fylkis og XY. Liðin mættust á heimavelli Fylkis en kortið sem þeir völdu var Dust II. Það var ekki að sjá að leikmenn Fylkis væru vel undirbúnir í fyrri hálf leik. En lið XY sem hóf leikinn í sókn (terrorist) byrjaði leikinn af miklu öryggi þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Eftir að xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) leysti listivel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti þremur féll lið Fylkis í sundur. Lið XY nýtti sér hikið sem var á mönnum Fylkis og röðuðu inn lotunum. Leikmenn XY þeir brnr (Birnir Clausson) og Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) sáu um að slá á fingurnar á Fylkismönnum þegar þeir reyndu að ná taki á leiknum aftur. Í lok fyrri hálfleiks var staðan 13 - 2 fyrir XY. Seinni leikhluti hófst og liðsmenn voru fljótir að tryggja sér fimmtándu lotuna og sigurinn virtist vera í höfn. Það sem að hefði átt að vera auðveldur eftirleikur fyrir XY varð fljótt að martröð . Af fordæmi viruz (Magnús Árni Magnússon) sem opnaði hverja lotuna á fætur annari fyrir Fylki fundu þeir taktinn aftur og XY missti tökin á leiknum. Með ótrulegri endurkomu hafði Fylkir komið sér aftur inn í leikinn og knúið fram framlenginu. Staðan var 15 - 15. Við tók hörkuspennandi framlenging þar sem skipst var á lotum og leikmenn áttu glæsilegar fléttur. Þó var það lið XY sem bar sigur úr bítum að lokum. Lokastaða leiksins var XY 19 - 17 Fylkir. Markaði þessi leikur lok 7.umferðar í Vodafonedeildinni og er hún nú hálfnuð. Hér fyrir neðan er staðan í deildinni.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn