Dusty burstaði Þór Bjarni Bjarnason skrifar 24. september 2020 22:52 Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona: Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti
Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona:
Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti