Burnley fékk Southampton í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið voru án stiga þegar kom að leiknum í kvöld.
Aðalmarkaskorari Southampton í dag er Danny Ings en hann sló fyrst í gegn með Burnley.
Hann reyndist munurinn á liðunum í dag því hann gerði það sem reyndist eina mark leiksins strax á 5.mínútu.
Athygli vakti að Sean Dyche gerði enga skiptingu hjá Burnley þótt liðið væri ekki að ógna Southampton að neinu viti. Ekki mikil breidd hjá Burnley en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.