Eiður vildi lítið segja um framhaldið: Það er leikur á fimmtudag gegn Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 27. september 2020 16:20 Eiður Smári á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki