Fimmtíu ferðir á fellið fyrir fimmtugsafmælið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 21:10 „50 ár, 50 ferðir" stendur á köku Guðmundar, sem fagnar fimmtugsafmæli 1. október. Mynd/Guðmundur H. Jónsson Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells. Fjallamennska Tímamót Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells.
Fjallamennska Tímamót Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira