Í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 á laugardagskvöldið mættust Selfoss og ÍR. Í liði Selfoss voru þau Ingólfur Þórarinsson og Dagný Brynjarsdóttir en þau Sverrir Þór Sverrisson og Viktoría Hermannsdóttir kepptu fyrir hönd Breiðholtsliðsins.
Ein spurning vakti nokkra athygli og hljóðar hún svona:
„Áhrifavaldar eru misduglegir á Instagram en sá öflugasti um þessar mundir er tvímælalaust Sigmar Vilhjálmsson. Hann hefur verið duglegur við það að gera löng story.“
Spurt var hversu löng umrædd saga Sigmars var í rauninni. Liðið sem væri nær fengi rétt.
Sveppi er góður vinur Simma og talaði hann um að hann væri alltof langorður á Instagram.
Hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum.
Hér má sjá umræðuna halda áfram eftir auglýsingar.