Mercedes-AMG barnakerrur og vagnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2020 07:00 Gjarðirnar á kerrunni passa við felgurnar á bílnum. Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum. Hægt er að fá settið í rauðu. AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga. Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti. Vagninn er með sportrönd. Skiptitaskan tæki sig vel út á rölti við sjávarsíðuna. Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað. Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent
Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum. Hægt er að fá settið í rauðu. AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga. Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti. Vagninn er með sportrönd. Skiptitaskan tæki sig vel út á rölti við sjávarsíðuna. Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað. Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent