Ekki valdir eftir brot sitt á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 07:31 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli þegar England vann Ísland 1-0. Vísir/Getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. Þetta er fullyrt á vef Sky Sports þar sem segir að knattspyrnumennirnir ungu verði að öllum líkindum ekki í hópnum sem Southgate tilkynnir á morgun. England mætir Belgíu og Danmörku í Þjóðadeildinni í október, rétt eins og Ísland mun gera, auk þess að spila vináttulandsleik við Wales. Greenwood og Foden voru sendir beint heim frá Íslandi og fóru ekki með í leikinn við Danmörku, eftir að þeir urðu uppvísir að því að hafa boðið tveimur íslenskum konum á hótel enska landsliðsins í Reykjavík. Það gerðu þeir þvert á þær sóttvarnareglur sem gilda á Íslandi og fengu sekt fyrir. Southgate virðist ekki telja líðandi að þeir komi strax aftur í landsliðshópinn líkt og ekkert hafi í skorist. Sky Sports telur líklegt að Southgate velji 27 leikmenn þó að hann megi aðeins nota 23 leikmenn í hverjum leik. Það sé vegna mikils leikjaálags auk óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn skapi. Harry Maguire verður samkvæmt Sky boðinn velkominn aftur í enska landsliðshópinn en hann fór ekki með til Íslands og Danmerkur í byrjun þessa mánaðar. Maguire hafði þá verið dæmdur í 21. mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Grikklandi, fyrir líkamsárás og mútutilraunir. Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. 18. september 2020 10:00 Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. Þetta er fullyrt á vef Sky Sports þar sem segir að knattspyrnumennirnir ungu verði að öllum líkindum ekki í hópnum sem Southgate tilkynnir á morgun. England mætir Belgíu og Danmörku í Þjóðadeildinni í október, rétt eins og Ísland mun gera, auk þess að spila vináttulandsleik við Wales. Greenwood og Foden voru sendir beint heim frá Íslandi og fóru ekki með í leikinn við Danmörku, eftir að þeir urðu uppvísir að því að hafa boðið tveimur íslenskum konum á hótel enska landsliðsins í Reykjavík. Það gerðu þeir þvert á þær sóttvarnareglur sem gilda á Íslandi og fengu sekt fyrir. Southgate virðist ekki telja líðandi að þeir komi strax aftur í landsliðshópinn líkt og ekkert hafi í skorist. Sky Sports telur líklegt að Southgate velji 27 leikmenn þó að hann megi aðeins nota 23 leikmenn í hverjum leik. Það sé vegna mikils leikjaálags auk óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn skapi. Harry Maguire verður samkvæmt Sky boðinn velkominn aftur í enska landsliðshópinn en hann fór ekki með til Íslands og Danmerkur í byrjun þessa mánaðar. Maguire hafði þá verið dæmdur í 21. mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Grikklandi, fyrir líkamsárás og mútutilraunir.
Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. 18. september 2020 10:00 Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. 18. september 2020 10:00
Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59