Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2020 08:30 Ása Magnúsdóttir stuðningsfulltrúi Stuðningsnetsins missti báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein á aðeins þriggja ára tímabili. Vísir/Vilhelm „Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera jákvæð ég skal sigra þetta helvíti,“ segir Ása Magnúsdóttir um baráttu sína við krabbamein. Hún missti móður sína úr lungnakrabbameini árið 2013 en í byrjun mars árið 2014 greindist Ása svo sjálf með krabbamein. Faðir hennar greindist svo með 4. stigs krabbamein árið 2015 og lést sex mánuðum síðar. Ása nýtir þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra, sem stuðningsfulltrúi Stuðningsnets Krafts, enda hafi hún verið báðum megin við línuna og tekist á við krabbamein sem sjúklingur og aðstandandi. „Persónulega finnst mér það mjög gefandi,“ segir Ása um stuðningsfulltrúahlutverkið. „Maður er auðvitað að fara aftur í fortíðina og rífa upp þessi sár en ég næ einhvern veginn að stjórna því, ég er þarna til staðar fyrir einstaklinginn.“ Sálfræðingur hefur ekki öll svörin Hún segir mikilvægt að fá stuðning í krabbameinsferlinu, en sjálf gekk hún í gegnum níu mánaða krabbameinsmeðferð svo hún þekkir vel ferlið og mögulegar aukaverkanir. „Sálfræðingurinn hlustar en hann getur kannski ekki svarað þér eins og manneskja sem hefur greinst,“ segir Ása, sem að fann mikinn stuðning í eigin krabbameinsbaráttu með því að tala við stúlku sem hafði gegnið í gegnum þetta sama. „Sálfræðingurinn hlustar en hann getur kannski ekki svarað þér eins og manneskja sem hefur greinst,“ segir Ása, sem að fann mikinn stuðning í eigin krabbameinsbaráttu með því að tala við stúlku sem hafði gegnið í gegnum þetta sama. Rætt var við Ásu og Þorra Snæbjörnsson sálfræðing í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með Krabbamein. Þorri er umsjónarmaður Stuðningsnets Krafts einnig sálfræðingur ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Það þarf enginn að fara einn i gegnum þetta Yfir 100 stuðningsfulltrúar „Stuðningsnetið er fyrir alla, bæði þá sem greinast og aðstandendur,“ segir Þorri í viðtalinu. Stuðningsfulltrúarnir starfa víða á landinu, ekki bara í Reykjavík. Í stuðningsnetinu eru yfir 100 einstaklingar sem allir hafa lokið sérstöku átta klukkustunda stuðningsfulltrúanámskeiði hjá Krafti. Ef einstaklingur hefur samband og óskar eftir stuðningi, er tryggt að rétti einstaklingurinn fái það hlutverk. „Það sem ég geri þegar ég er búinn að fá helstu upplýsingar frá þeim sem að sækir stuðninginn er að ég skoða í stuðningsnetið hjá mér, alla sem hafa setið námskeiðið. Ég para svo þann sem sækir stuðninginn, við þann sem hefur hvað líkasta reynslu,“ útskýrir Þorri. „Þetta fer auðvitað eftir því hverju viðkomandi er að sækjast eftir. Það getur til dæmis verið að þetta sé einhver sem er með börn og vill bara fá upplýsingar um það hvernig á að ræða þetta við börnin.“ Þorri Snæbjörnsson umsjónarmaður Stuðningsnets Krafts og sálfræðingur ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hann segir að enginn ætti að þurfa að fara í gegnum þetta ferli einn.Vísir/Vilhelm Gefur von Stuðningurinn getur líka tengst áhyggjur af aukaverkunum eða öðru og er passað að finna stuðningsfulltrúann sem best getur aðstoðað. Þorri segir að þessi jafningjastuðningur geti skipt mjög miklu máli. „Það er ótrúlega gefandi fyrir fólk sem er kannski nýbúið að greinast og er að stíga sín fyrstu skref í erfiðri meðferð og auðvitað hefur áhyggjur af því hvað verður og hvort það muni deyja eða hvernig framvinda sjúkdómsins, að fá að setjast niður með einhverjum sem að tókst á við þetta krabbamein eða þessa meðferð fyrir kannski fimm árum eða tíu árum og er kannski að lifa góðu líf.“ Þorri segir að þetta sé ótrúlega dýrmætt og að margir tali um að þessi jafningjafræðsla og stuðningur sé það sem hafi hjálpað mest í þessu erfiða ferli. „Að fá þessa von. Fyrst að þessi einstaklingur gat það þá hlýt ég að geta það líka.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. 5. september 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera jákvæð ég skal sigra þetta helvíti,“ segir Ása Magnúsdóttir um baráttu sína við krabbamein. Hún missti móður sína úr lungnakrabbameini árið 2013 en í byrjun mars árið 2014 greindist Ása svo sjálf með krabbamein. Faðir hennar greindist svo með 4. stigs krabbamein árið 2015 og lést sex mánuðum síðar. Ása nýtir þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra, sem stuðningsfulltrúi Stuðningsnets Krafts, enda hafi hún verið báðum megin við línuna og tekist á við krabbamein sem sjúklingur og aðstandandi. „Persónulega finnst mér það mjög gefandi,“ segir Ása um stuðningsfulltrúahlutverkið. „Maður er auðvitað að fara aftur í fortíðina og rífa upp þessi sár en ég næ einhvern veginn að stjórna því, ég er þarna til staðar fyrir einstaklinginn.“ Sálfræðingur hefur ekki öll svörin Hún segir mikilvægt að fá stuðning í krabbameinsferlinu, en sjálf gekk hún í gegnum níu mánaða krabbameinsmeðferð svo hún þekkir vel ferlið og mögulegar aukaverkanir. „Sálfræðingurinn hlustar en hann getur kannski ekki svarað þér eins og manneskja sem hefur greinst,“ segir Ása, sem að fann mikinn stuðning í eigin krabbameinsbaráttu með því að tala við stúlku sem hafði gegnið í gegnum þetta sama. „Sálfræðingurinn hlustar en hann getur kannski ekki svarað þér eins og manneskja sem hefur greinst,“ segir Ása, sem að fann mikinn stuðning í eigin krabbameinsbaráttu með því að tala við stúlku sem hafði gegnið í gegnum þetta sama. Rætt var við Ásu og Þorra Snæbjörnsson sálfræðing í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með Krabbamein. Þorri er umsjónarmaður Stuðningsnets Krafts einnig sálfræðingur ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Það þarf enginn að fara einn i gegnum þetta Yfir 100 stuðningsfulltrúar „Stuðningsnetið er fyrir alla, bæði þá sem greinast og aðstandendur,“ segir Þorri í viðtalinu. Stuðningsfulltrúarnir starfa víða á landinu, ekki bara í Reykjavík. Í stuðningsnetinu eru yfir 100 einstaklingar sem allir hafa lokið sérstöku átta klukkustunda stuðningsfulltrúanámskeiði hjá Krafti. Ef einstaklingur hefur samband og óskar eftir stuðningi, er tryggt að rétti einstaklingurinn fái það hlutverk. „Það sem ég geri þegar ég er búinn að fá helstu upplýsingar frá þeim sem að sækir stuðninginn er að ég skoða í stuðningsnetið hjá mér, alla sem hafa setið námskeiðið. Ég para svo þann sem sækir stuðninginn, við þann sem hefur hvað líkasta reynslu,“ útskýrir Þorri. „Þetta fer auðvitað eftir því hverju viðkomandi er að sækjast eftir. Það getur til dæmis verið að þetta sé einhver sem er með börn og vill bara fá upplýsingar um það hvernig á að ræða þetta við börnin.“ Þorri Snæbjörnsson umsjónarmaður Stuðningsnets Krafts og sálfræðingur ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hann segir að enginn ætti að þurfa að fara í gegnum þetta ferli einn.Vísir/Vilhelm Gefur von Stuðningurinn getur líka tengst áhyggjur af aukaverkunum eða öðru og er passað að finna stuðningsfulltrúann sem best getur aðstoðað. Þorri segir að þessi jafningjastuðningur geti skipt mjög miklu máli. „Það er ótrúlega gefandi fyrir fólk sem er kannski nýbúið að greinast og er að stíga sín fyrstu skref í erfiðri meðferð og auðvitað hefur áhyggjur af því hvað verður og hvort það muni deyja eða hvernig framvinda sjúkdómsins, að fá að setjast niður með einhverjum sem að tókst á við þetta krabbamein eða þessa meðferð fyrir kannski fimm árum eða tíu árum og er kannski að lifa góðu líf.“ Þorri segir að þetta sé ótrúlega dýrmætt og að margir tali um að þessi jafningjafræðsla og stuðningur sé það sem hafi hjálpað mest í þessu erfiða ferli. „Að fá þessa von. Fyrst að þessi einstaklingur gat það þá hlýt ég að geta það líka.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og á helstu efnisveitum eins og Spotify.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. 5. september 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01
„Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. 5. september 2020 07:00