Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 08:01 Þó að það sé ekki líklegt er mögulegt að strákarnir okkar rökræði við íslenskan dómara í leiknum við Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira