Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:19 Gylfi Þór Sigurðsson gefur kost á sér í íslenska landsliðið í þetta mikilvæga verkefni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira