Danmörk vann 4-0 sigur á frændum sínum frá Færeyjum er liðin mættust í vináttulandsleik á MCH Arena í Herning í kvöld.
Andreas Skov Olsen, sem var að leika sinn fyrsta landsleik í kvöld og samherji Andra Fannar Baldurssonar hjá Bologna, skoraði fyrsta markið á 22. mínútu.
Fimm mínútum síðar skoraði Christian Eriksen úr vítaspyrnu og á 32. mínútu varð staðan 3-0 er bakvörðurinn Joakim Mæhle skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Í uppbótartímanum í fyrri hálfleik var röðin svo komin að framherjanum stóra og stæðilega Andreas Cornelius. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölurnar því 4-0.
Danir halda nú til Íslands þar sem þeir mæta Íslendingum á sunnudaginn.
Tre debutanter fra start - Billing, Jensen og Skov Olsen får alle deres første A-landskamp i dag mod Færøerne
— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 7, 2020
Husk, at kampen vises på Kanal 5.
Wass og Højbjerg sidder over, men er friske og klar til de næste kampe i #NationsLeague #ForDanmark pic.twitter.com/8yP6sYv3OO