Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 10:46 Jóhann Berg Guðmundsson vann kapphlaupið við tímann um að hrista af sér meiðsli fyrir leikinn mikilvæga. Hér er hann á æfingu í vikunni með Gylfa Þór Sigurðssyni. vísir/vilhelm Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum EM-umspilsins og sigurliðið sækir svo Búlgaríu eða Ungverjaland heim í úrslitaleik 12. nóvember. Í boði er sæti á EM næsta sumar þar sem Ísland yrði í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Í fyrsta sinn síðan á EM eru allir þeir sem byrjuðu leikina fimm í Frakklandi í leikmannahópi Íslands. Kolbeinn Sigþórsson missti til að mynda af öllu HM-ævintýrinu og meira hefur verið um meiðsli og forföll. Svona var byrjunarlið Íslands í öllum leikjunum á EM 2016.Getty/Michael Steele Fastlega má gera ráð fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verði í marki Íslands. Kári Árnason hefur hrist af sér meiðsli, líkt og Ragnar Sigurðsson sem missti af leikjunum í september, og þeir verða sennilega í hjarta varnarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða á miðjunni. Annað er ekki eins öruggt. Vísir tippar á að byrjunarlið Íslands verði svona skipað: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason. Þó að Birkir Már Sævarsson hafi verið valinn á ný í landsliðshópinn giskum við á að Guðlaugur Victor haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, og leiki þar sem hægri bakvörður. Samkeppnin er hörð hjá Ara og Herði Björgvini Magnússyni en við teljum að Ari byrji sem vinstri bakvörður í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum, sem miðjumaður eða hægri bakvörður.vísir/vilhelm Jóhann Berg er klár í slaginn og við teljum líklegra að hann byrji leikinn og fari frekar fyrr út af þurfi hann þess, eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum um síðustu helgi. Kolbeinn Sigþórsson hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með AIK, eftir að hafa meiðst í upphitun gegn Englandi fyrir mánuði, og gæti mögulega byrjað leikinn í kvöld í stað Alfreðs eða Jóns Daða. Þá gæti einnig verið að Ísland spili með þriggja manna miðju, með Gylfa fremstan en Aron og Birki eða Victor aftar. Þá yrði laus kantstaða, mögulega fyrir Rúnar Má Sigurjónsson eða Arnór Ingva Traustason. Byrji Jóhann ekki leikinn er líklegt að Rúnar geri það. Einn úr nýrri gullkynslóð Rúmena í líklegu byrjunarliði Samkvæmt rúmenskum miðlum er líklegt að Ianis Hagi, leikmaður Rangers, verði á varamannabekknum í kvöld. Mikið hefur verið rætt um frábæran árangur rúmenska U21-landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum, en aðeins einn úr því liði er í líklegu byrjunarliði. Það er George Puscas úr Reading, sem var næstmarkahæstur á EM U21 með fjögur mörk. Talið er að byrjunarliðið verði þannig skipað: Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City). Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45 og á Vísi kl. 14. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum EM-umspilsins og sigurliðið sækir svo Búlgaríu eða Ungverjaland heim í úrslitaleik 12. nóvember. Í boði er sæti á EM næsta sumar þar sem Ísland yrði í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Í fyrsta sinn síðan á EM eru allir þeir sem byrjuðu leikina fimm í Frakklandi í leikmannahópi Íslands. Kolbeinn Sigþórsson missti til að mynda af öllu HM-ævintýrinu og meira hefur verið um meiðsli og forföll. Svona var byrjunarlið Íslands í öllum leikjunum á EM 2016.Getty/Michael Steele Fastlega má gera ráð fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verði í marki Íslands. Kári Árnason hefur hrist af sér meiðsli, líkt og Ragnar Sigurðsson sem missti af leikjunum í september, og þeir verða sennilega í hjarta varnarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða á miðjunni. Annað er ekki eins öruggt. Vísir tippar á að byrjunarlið Íslands verði svona skipað: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason. Þó að Birkir Már Sævarsson hafi verið valinn á ný í landsliðshópinn giskum við á að Guðlaugur Victor haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, og leiki þar sem hægri bakvörður. Samkeppnin er hörð hjá Ara og Herði Björgvini Magnússyni en við teljum að Ari byrji sem vinstri bakvörður í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum, sem miðjumaður eða hægri bakvörður.vísir/vilhelm Jóhann Berg er klár í slaginn og við teljum líklegra að hann byrji leikinn og fari frekar fyrr út af þurfi hann þess, eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum um síðustu helgi. Kolbeinn Sigþórsson hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með AIK, eftir að hafa meiðst í upphitun gegn Englandi fyrir mánuði, og gæti mögulega byrjað leikinn í kvöld í stað Alfreðs eða Jóns Daða. Þá gæti einnig verið að Ísland spili með þriggja manna miðju, með Gylfa fremstan en Aron og Birki eða Victor aftar. Þá yrði laus kantstaða, mögulega fyrir Rúnar Má Sigurjónsson eða Arnór Ingva Traustason. Byrji Jóhann ekki leikinn er líklegt að Rúnar geri það. Einn úr nýrri gullkynslóð Rúmena í líklegu byrjunarliði Samkvæmt rúmenskum miðlum er líklegt að Ianis Hagi, leikmaður Rangers, verði á varamannabekknum í kvöld. Mikið hefur verið rætt um frábæran árangur rúmenska U21-landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum, en aðeins einn úr því liði er í líklegu byrjunarliði. Það er George Puscas úr Reading, sem var næstmarkahæstur á EM U21 með fjögur mörk. Talið er að byrjunarliðið verði þannig skipað: Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City). Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45 og á Vísi kl. 14.
Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason.
Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City).
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31
Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01
„Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00