Fimm bítast um bílastæðahúsið á Landspítalanum Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2020 13:24 Bílastæðahluti hússins verður um 16.900 fermetrar, eða með 540 til 570 stæði fyrir bíla. NLSH Alls skiluðu fimm hópar inn umsóknum í forvali um þátttökurétt í lokuðu alútboði á hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss nýs Landspítala við Hringbraut. Bílastæðahluti hússins verður um 16.900 fermetrar, eða með 540 til 570 stæði fyrir bíla. Þá sé tæknirými meðal annars vegna varaaflskerfa um 2.300 fermetrar og geymslur 500 fermetrar. „Nýr Landspítali ohf. stefnir að útboði hússins innan nokkurra mánaða og að jarðvinna geti hafist á árinu 2021. Fimm hópar skiluðu inn umsóknum vegna forvalsins, en þeir eru: Ístak með Arkþing Nordic og Eflu. ÍAV með Batterínu og Verkís. Eykt með Tark og VSÓ. ÞG verktakar með Arkís, Mannvit. Rizzani de Eccher með Þingvang, Urban arkitektum, Wim de Bruijn, Brekke & Strand, Verkfræðistofu Reykjavíkur og Örugg verkfræðistofu. Forvalsnefnd Nýs Landspítala ohf. mun skila niðurstöðum 21. október um hæfis- og hæfnismat, en heimilt er skv. forvalsgögnum að heimila allt að fimm þátttakendum boð í útboðinu. Þeir umsækjendur forvals sem er boðin þátttaka í alútboðinu munu skila í framhaldi af því inn tillögum og tilboði í hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihússins í samræmi við útboðsgögn. Niðurstöður forvals gilda í sex mánuði,“ segir í tilkynningunni. Eykt fékk uppsteypu meðferðarkjarnans Fyrr í vikunni var greint frá því að ákveðið hafi verið að ganga að tilboði Eyktar og ganga til samninga eftir útboð á uppsteypu meðferðarkjarna Nýs Landspítala. Tilboð Eyktar var upp á 8,68 milljarða króna, eða um 82 prósent af kostnaðaráætlun. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð. Áætlanir NLSH eru þær að uppsteypan geti hafist í nóvember nk. og framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Landspítalinn Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Alls skiluðu fimm hópar inn umsóknum í forvali um þátttökurétt í lokuðu alútboði á hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss nýs Landspítala við Hringbraut. Bílastæðahluti hússins verður um 16.900 fermetrar, eða með 540 til 570 stæði fyrir bíla. Þá sé tæknirými meðal annars vegna varaaflskerfa um 2.300 fermetrar og geymslur 500 fermetrar. „Nýr Landspítali ohf. stefnir að útboði hússins innan nokkurra mánaða og að jarðvinna geti hafist á árinu 2021. Fimm hópar skiluðu inn umsóknum vegna forvalsins, en þeir eru: Ístak með Arkþing Nordic og Eflu. ÍAV með Batterínu og Verkís. Eykt með Tark og VSÓ. ÞG verktakar með Arkís, Mannvit. Rizzani de Eccher með Þingvang, Urban arkitektum, Wim de Bruijn, Brekke & Strand, Verkfræðistofu Reykjavíkur og Örugg verkfræðistofu. Forvalsnefnd Nýs Landspítala ohf. mun skila niðurstöðum 21. október um hæfis- og hæfnismat, en heimilt er skv. forvalsgögnum að heimila allt að fimm þátttakendum boð í útboðinu. Þeir umsækjendur forvals sem er boðin þátttaka í alútboðinu munu skila í framhaldi af því inn tillögum og tilboði í hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihússins í samræmi við útboðsgögn. Niðurstöður forvals gilda í sex mánuði,“ segir í tilkynningunni. Eykt fékk uppsteypu meðferðarkjarnans Fyrr í vikunni var greint frá því að ákveðið hafi verið að ganga að tilboði Eyktar og ganga til samninga eftir útboð á uppsteypu meðferðarkjarna Nýs Landspítala. Tilboð Eyktar var upp á 8,68 milljarða króna, eða um 82 prósent af kostnaðaráætlun. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð. Áætlanir NLSH eru þær að uppsteypan geti hafist í nóvember nk. og framkvæmdatími verksins er um þrjú ár.
Landspítalinn Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira