KR malaði Þór Akureyri Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 20:55 Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór
KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira