KR malaði Þór Akureyri Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 20:55 Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti
Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór
KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti