Fótbolti

Sam­herji Gylfa var einnig á skotskónum í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Calvert-Lewin og Conor Coady skoruðu báðir í kvöld.
Calvert-Lewin og Conor Coady skoruðu báðir í kvöld. Glyn Kirk/Getty Images

Wales hefur ekki unnið leik á Wembley gegn Englendingum í háa herrans tíð og það breyttist ekki í kvöld. Englendingar unnu 3-0 sigur í vináttulandsleik liðanna.

Dominic Calvert-Lewin hefur verið sjóðandi heitur fyrir Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton og hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Hann hélt uppteknum hætti og skoraði eins og Gylfi á Laugardalsvelli í kvöld.

Hann kom Englendingum yfir á 26. mínútu en eftir fyrirgjöf Jack Grealish þá stangaði Everton framherjinn boltann í netið. Englendingar voru 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Staðan varð 2-0 á 53. mínútu. Kieran Trippier tók þá frábæra aukaspyrnu inn á vítateig Wales og það var Wolves-leikmaðurinn Conor Coady mættur og kom boltanum í netið.

Danny Ings skoraði svo þriðja markið á 63. mínútu með bakfallsspyrnu. Eftir hornspyrnu stangaði Tyron Mings boltann aftur inn á teiginn þar sem Ings klippti boltann skemmtilega í netið.

Englendingar mæta Belgum á sunnudaginn í Þjóðadeildinni áður en Danmörk bíður í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×