Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:17 Þessir tveir til hægri skoruðu mörk sinna liða í kvöld. Piero Cruciatti/Getty Images Inter og Napoli mættust í stórleik helgarinnar í Serie A, ítölsku efstu deildar karla í fótbolta. Heimamenn hefðu með sigri komist á topp deildarinnar á kostnað Napoli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hakan Çalhanoğlu, markaskorari Inter, brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 1-1. Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira