Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 21:37 Jóhann Berg með boltann á sínum baneitraða vinstri fæti. Alfreð Finnbogason fylgist vel með framvindunni. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35