Stjórnarmaður KSÍ spyr hvort Kolbeinn hafi leikið sinn síðasta landsleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 00:20 Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í leiknum á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020 EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020
EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira