Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 12:36 Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að bíða með að spila fram til 19. október hið minnsta. vísir/vilhelm Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira