„Ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2020 12:34 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58