Noregur vann öruggan sigur á Rúmeníu í uppgjöri toppliða riðils 1 í B-deild Þjóðadeildarinnar en þjóðirnar mættust í Osló í dag en bæði lið féllu úr leik í umspili fyrir EM síðastliðið fimmtudagskvöld þegar Rúmenar töpuðu fyrir Íslandi á Laugardalsvelli á meðan Norðmenn biðu lægri hlut fyrir Serbum.
Stjörnuframherji Norðmanna, ungstirnið Erling Braut Haland, tók leik dagsins í sínar hendur og gerði hvorki meira né minna en 3 mörk. Alexander Sörloth bætti einu marki við og öruggur fjögurra marka sigur Norðmanna staðreynd, 4-0.
Tylltu þeir sér þar með á topp riðilsins þar sem þeir hafa sex stig eftir þrjá leiki.
Erling Haaland has scored his first ever hat trick for Norway.
— ESPN FC (@ESPNFC) October 11, 2020
He has 51 goals in his last 48 games across all competitions for club and country pic.twitter.com/I4rrIQm6Yv
Í A-deild Þjóðadeildarinnar gerðu Hollendingar markalaust jafntefli við Bosníu Hersegóvínu í riðli 1 á meðan Króatar lögðu Svía 2-1 í riðli 3. Nikola Vlasic og Andrej Kramaric gerðu mörk Króata en Marcus Berg skoraði fyrir Svía.
Finnar unnu 2-0 heimasigur á Búlgörum en sá leikur var í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildarinnar.