Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði í kvöld sjöunda leiknum í röð í Þjóðadeildinni en íslenska liðið hefur enn ekki náð í úrslit A-deild keppninnar.
Íslensku strákarnir hafa tapað þessum sjö leikjum í Þjóðadeildinni með markatölunni 2-22. Liðið hefur fengið á sig mark á 29 mínútna fresti en það hafa liðið 315 mínútur á milli marka íslenska liðsins.
Nú er svo komið að Ísland búið að fá á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni en öll landslið Evrópu.
Litháen er í öðru sætinu en Litháar hafa nú fengið á sig tveimur mörkum færra en íslenska liðið.
Íslenska landsliðið er náttúrulega að spila við gríðarlega sterkar þjóðir í A-deildinni en sú þjóð sem hefur fengið á sig næstfæst mörk í A-deildinni er Króata en andstæðingar þeirra hafa skorað 19 mörk.
Flest mörk fengin á sig í Þjóðadeild UEFA 2018-2021:
- 22 - Ísland
- 20 - Litháen
- 19 - Króatía
- 19 - San Marínó
- 18 - Malta
- 15 - Gíbraltar
- 14 - Eistland
- 14 - Kýpur
- 13 - Norður-Írland
- 13 - Færeyjar
- 13 - Leichtenstein