„Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 17:00 Starfsmaður Laugardalsvallar ber sand í völlinn í dag í undirbúningnum fyrir leikinn við Belga á miðvikudagskvöldið. Instagram/@laugardalsvollur Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvellinum síðustu daga og það er einn leikur eftir enn sem fer fram á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugdalsvallar eru á fullu að vinna í vellinum milli leikja. Það var ekki mikið að gerast á Laugardalsvelli fram eftir sumri en það hefur verið spilað ört á vellinum að undanförnu. Athygli vakti þegar sett var vökvunarkerfi í Laugardalsvöllinn aðeins mánuði fyrir leikinn á móti Englandi og það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum hvar skurðirnir voru. Völlurinn hefur verið mjög laus í sér þar sem hann var grafinn upp í ágúst. Svona skemmdir mátti sjá á Laugardalsvelli á leik Íslands og Danmerkur í gær.vísir/vilhelm Nú hafa farið fram tveir landsleikir á vellinum á síðustu fimm dögum og Belgaleikurinn verður spilaður þar á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugardalsvallar sögðu frá ástandi vallarins í færslu á Instagram síðu vallarins. „Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum,“ segir í færslunni. „Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma,“ segir enn fremur. Völlurinn gæti samt farið illa á miðvikudagskvöldið því það er spáð rigningu fram eftir deginum og grasvöllurinn gæti verið mjög blautur og þungur þegar leikurinn fer fram. Hér fyrir neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum. Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma. Næst eru það Belgar sem mæta í dalinn - áfram Ísland A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Oct 12, 2020 at 9:05am PDT Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvellinum síðustu daga og það er einn leikur eftir enn sem fer fram á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugdalsvallar eru á fullu að vinna í vellinum milli leikja. Það var ekki mikið að gerast á Laugardalsvelli fram eftir sumri en það hefur verið spilað ört á vellinum að undanförnu. Athygli vakti þegar sett var vökvunarkerfi í Laugardalsvöllinn aðeins mánuði fyrir leikinn á móti Englandi og það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum hvar skurðirnir voru. Völlurinn hefur verið mjög laus í sér þar sem hann var grafinn upp í ágúst. Svona skemmdir mátti sjá á Laugardalsvelli á leik Íslands og Danmerkur í gær.vísir/vilhelm Nú hafa farið fram tveir landsleikir á vellinum á síðustu fimm dögum og Belgaleikurinn verður spilaður þar á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugardalsvallar sögðu frá ástandi vallarins í færslu á Instagram síðu vallarins. „Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum,“ segir í færslunni. „Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma,“ segir enn fremur. Völlurinn gæti samt farið illa á miðvikudagskvöldið því það er spáð rigningu fram eftir deginum og grasvöllurinn gæti verið mjög blautur og þungur þegar leikurinn fer fram. Hér fyrir neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum. Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma. Næst eru það Belgar sem mæta í dalinn - áfram Ísland A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Oct 12, 2020 at 9:05am PDT
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira