Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll.
Ísland og Belgía mætast í A-deild Þjóðadeildarinnar en City-miðjumaðurinn hefur ekki náð sér af meiðslum sem fóru að plaga hann í leiknum gegn Englandi.
UPDATE: @DeBruyneKev returned to his club. He couldn t be fit enough to play against Iceland.
— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) October 12, 2020
Hann hefur því snúið aftur til Manchester City en framundan um helgina er stórleikur hjá City gegn Arsenal á heimavelli.
England er á toppi riðilsins með sjö stig, Belgar eru með sex stig, Danir fjögur en Íslendingar eru á botninum án stiga og með mínus átta í markatölu.
Fyrri leikur Belgíu og Íslands endaði með 5-1 sigri Belga en stór skörð eru höggvin í bæði lið á miðvikudagskvöldið.
Ísland verður t.a.m. án Gylfa Sigurðssonar, Alfreðs Finnbogason og Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Belgarnir án De Bruyne og Vertonghen til að mynda.
Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45. Upphitun hefst klukkan 17.45.