7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 11:00 Philippe Coutinho, Thiago og Robert Lewandowski fagna sigri Bayern München í Meistaradeildinni í ágúst. Getty/M. Donato Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira