Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 09:34 Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. AP/Steven Senne Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár. Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár.
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira