„Við viljum þetta meira en allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 15:31 Birkir Bjarnason verður fyrirliði Íslands gegn Belgíu á morgun. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. Birkir ræddi við Vísi í hádeginu í dag en þá var ekki orðið ljóst að starfsmaður KSÍ hefði greinst með kórónuveirusmit, og að Erik Hamrén og allt starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn hafa ekki verið settir í sóttkví og enn stendur til að leikurinn við Belgíu annað kvöld fari fram. Ísland er einum leik (gegn Ungverjalandi 12. nóvember) frá því að komast á EM næsta sumar. Í yfirstandandi landsleikjatörn hefur sýnt sig, eins og síðustu misseri, að leikmennirnir sem komu Íslandi á tvö stórmót eru orðnir „brothættari“ þegar horft er til meiðsla. Þannig valda gömul og ný meiðsli því að Alfreð, Jóhann Berg, Kári og Ragnar, og einnig hinn ungi Arnór Sigurðsson, geta ekki spilað gegn Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Klippa: Viðtal við Birki Bjarna fyrir Belgíuleik „Þetta hefur verið umræðan síðustu ár, að við séum að verða svolítið gamlir. Að mínu mati er samt kjarninn í þessu liði ekki of gamall. Við erum í kringum þrítugt og ættum að vera á okkar besta aldri,“ segir Birkir. Draumurinn er skýr um að komast á EM: „Vissulega eru nokkrir aðeins eldri, en þú sérð samt mann eins og Kára Árnason sem er orðinn 38 ára en spilar gríðarlega vel með landsliðinu. Ég held að það verði aldrei nein spurning hvort að við verðum klárir. Við viljum þetta meira en allt.“ Ber fyrirliðabandið stoltur Birkir mun, ef af leiknum verður, í fyrsta sinn leiða íslenska liðið inn á völlinn á morgun sem fyrirliði, í leiknum erfiða við Belgíu sem er í efsta sæti heimslistans. „Ég er náttúrulega stoltur af því að bera fyrirliðabandið en þetta verður bara eins og hver annar leikur fyrir mér,“ segir Birkir. Til viðbótar við þá fimm sem nefndir eru að ofan og verða ekki með á morgun, eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir heim. Enn á ný vantar því fjölda leikmanna í leik gegn Belgíu, sem sýnt hefur yfirburði sína í fyrri leikjum gegn Íslandi. Synd að geta ekki mætt þeim bestu með okkar besta lið „Þetta hefur verið svolítið þannig síðustu ár, sem er synd. Við erum að mæta hérna sterkustu þjóðum í heimi og þá væri best að vera með sitt besta lið. Aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir aðra til að sýna sig og það eru margir sem hafa gert það,“ segir Birkir. „Við þekkjum Belga mjög vel eftir að hafa spilað mikið við þá síðustu ár. Við vorum ekki sáttir síðast [5-1 tap ytra í september], fengum á okkur allt of mikið af mörkum og ætlum okkur að gera betur. Það er kostur að vera hér heima á Laugardalsvelli í kuldanum. Við reynum að gera okkar besta og ná í góð úrslit,“ segir Birkir. Hann segir það ekkert lykilatriði að Kevin De Bruyne og Eden Hazard missi af leiknum: „Ég held að það skipti ekkert rosalega miklu máli. Það koma gríðarlega góðir leikmenn inn í þeirra stað og þetta verður alltaf gríðarlega sterkt lið sem við mætum.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02 Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. Birkir ræddi við Vísi í hádeginu í dag en þá var ekki orðið ljóst að starfsmaður KSÍ hefði greinst með kórónuveirusmit, og að Erik Hamrén og allt starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn hafa ekki verið settir í sóttkví og enn stendur til að leikurinn við Belgíu annað kvöld fari fram. Ísland er einum leik (gegn Ungverjalandi 12. nóvember) frá því að komast á EM næsta sumar. Í yfirstandandi landsleikjatörn hefur sýnt sig, eins og síðustu misseri, að leikmennirnir sem komu Íslandi á tvö stórmót eru orðnir „brothættari“ þegar horft er til meiðsla. Þannig valda gömul og ný meiðsli því að Alfreð, Jóhann Berg, Kári og Ragnar, og einnig hinn ungi Arnór Sigurðsson, geta ekki spilað gegn Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Klippa: Viðtal við Birki Bjarna fyrir Belgíuleik „Þetta hefur verið umræðan síðustu ár, að við séum að verða svolítið gamlir. Að mínu mati er samt kjarninn í þessu liði ekki of gamall. Við erum í kringum þrítugt og ættum að vera á okkar besta aldri,“ segir Birkir. Draumurinn er skýr um að komast á EM: „Vissulega eru nokkrir aðeins eldri, en þú sérð samt mann eins og Kára Árnason sem er orðinn 38 ára en spilar gríðarlega vel með landsliðinu. Ég held að það verði aldrei nein spurning hvort að við verðum klárir. Við viljum þetta meira en allt.“ Ber fyrirliðabandið stoltur Birkir mun, ef af leiknum verður, í fyrsta sinn leiða íslenska liðið inn á völlinn á morgun sem fyrirliði, í leiknum erfiða við Belgíu sem er í efsta sæti heimslistans. „Ég er náttúrulega stoltur af því að bera fyrirliðabandið en þetta verður bara eins og hver annar leikur fyrir mér,“ segir Birkir. Til viðbótar við þá fimm sem nefndir eru að ofan og verða ekki með á morgun, eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir heim. Enn á ný vantar því fjölda leikmanna í leik gegn Belgíu, sem sýnt hefur yfirburði sína í fyrri leikjum gegn Íslandi. Synd að geta ekki mætt þeim bestu með okkar besta lið „Þetta hefur verið svolítið þannig síðustu ár, sem er synd. Við erum að mæta hérna sterkustu þjóðum í heimi og þá væri best að vera með sitt besta lið. Aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir aðra til að sýna sig og það eru margir sem hafa gert það,“ segir Birkir. „Við þekkjum Belga mjög vel eftir að hafa spilað mikið við þá síðustu ár. Við vorum ekki sáttir síðast [5-1 tap ytra í september], fengum á okkur allt of mikið af mörkum og ætlum okkur að gera betur. Það er kostur að vera hér heima á Laugardalsvelli í kuldanum. Við reynum að gera okkar besta og ná í góð úrslit,“ segir Birkir. Hann segir það ekkert lykilatriði að Kevin De Bruyne og Eden Hazard missi af leiknum: „Ég held að það skipti ekkert rosalega miklu máli. Það koma gríðarlega góðir leikmenn inn í þeirra stað og þetta verður alltaf gríðarlega sterkt lið sem við mætum.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02 Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47
De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02
Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46