Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 23:01 Axel Witsel er leikjahæstur í belgíska hópnum með 108 landsleiki. stöð 2 sport Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31