KR stöðvaði sigurgöngu Dusty Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 22:17 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty
Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira