Einar Andri og Gústi völdu bestu leikmenn Olís-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 15:30 Ásbjörn Friðriksson er besti leikmaður Olís-deildar karla að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. vísir/hulda margrét Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn. Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar. Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið. Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs. „Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann. „Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn. Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00 Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00 Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn. Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar. Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið. Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs. „Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann. „Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn. Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00 Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00 Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32
Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00
Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00
Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00