Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 14:25 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, var í viðtali í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. stöð 2 sport Elísabet Gunnarsdóttir segir að hún ákveði eftir tímabilið hvort hún haldi áfram með sænska liðið Kristianstad sem hún hefur stýrt undanfarin tólf ár. Kristianstad vann 1-2 sigur á meisturum Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan Elísabet tók við Kristianstad sem liðið nær í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar og ef liðið endar þar kemst það í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég vil ekki eiga liðið. Það eru margir sem vilja meina að ég eigi liðið en ég vil það alls ekki. Ég er pottþétt búin að undirbúa það í 4-5 ár að þegar einhver tekur við af mér verður þetta vel búið lið sem góður þjálfari getur tekið við. En við erum ekki komin í Meistaradeild Evrópu, ekki búin með markmiðið þannig ég get ekki sagt að ég verði hérna áfram. Ég tek ekki ákvörðun fyrr en tímabilinu er lokið,“ sagði Elísabet í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. Taktíkin gekk fullkomlega upp Elísabet fór vel yfir leikinn gegn Rosengård og hvernig Kristianstad fór að því að vinna hann. „Við vorum ótrúlega staðráðnar í því að vinna þennan leik. Hann skipti sköpum fyrir okkur. Við vorum með ákveðna taktík sem mér fannst ganga nánast hundrað prósent upp,“ sagði Elísabet. „Í rauninni var taktíkin mjög einföld. Oft þegar maður fer og spilar við Rosengård á útivelli er maður með bilaðan fókus á allt sem þær geta gert og hvernig þær geta komist á bak við okkur og skapað færi. Við ákváðum að einbeita okkur að því sem þær geta ekki gert og hundrað prósent einbeitingu á því sem við getum gert. Það er ótrúlega mikill munur á þessu, að einbeita sér að styrkleikum andstæðingsins eða veikleikum hans.“ Draumabyrjun Elísabet segir að Kristianstad hafi ákveðið að setja Rosengård undir pressu í byrjun leiks. Það gaf góða raun því strax á 2. mínútu kom hin finnska Eveliina Summanen gestunum yfir. „Við vonuðust eftir marki snemma en ég viðurkenni að ég bjóst ekki alveg við marki á 2. mínútu. Það var samt ákveðin taktík að koma marki á þær mjög snemma, bakka svo með liðið því þú hápressar Rosengård ekki í Malmö á þessu grasi í heilan leik,“ sagði Elísabet. Ótrúlega erfið deild Eins og áður sagði kemst Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ef liðið endar í einu af þremur efstu sætum sænsku deildarinnar. „Við ætlum okkur að spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er bara þannig. Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því nema að spila leiki í þessari deild í hverri viku að þetta er ótrúlega erfið deild. Liðin eru svo jöfn og það er svo ótrúlega taktískt spil á bak við hvern einasta leik. Við höfum misst leikmenn út en mér finnst við hafa haldið okkur ótrúlega vel við þann fótbolta sem við ætlum okkur að spila. Það var að vera meira með boltann en við höfum nokkrum sinnum verið með og spila út úr pressu sama hvað,“ sagði Elísabet. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Viðtal við Elísabetu Sænski boltinn Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31 Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir segir að hún ákveði eftir tímabilið hvort hún haldi áfram með sænska liðið Kristianstad sem hún hefur stýrt undanfarin tólf ár. Kristianstad vann 1-2 sigur á meisturum Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan Elísabet tók við Kristianstad sem liðið nær í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar og ef liðið endar þar kemst það í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég vil ekki eiga liðið. Það eru margir sem vilja meina að ég eigi liðið en ég vil það alls ekki. Ég er pottþétt búin að undirbúa það í 4-5 ár að þegar einhver tekur við af mér verður þetta vel búið lið sem góður þjálfari getur tekið við. En við erum ekki komin í Meistaradeild Evrópu, ekki búin með markmiðið þannig ég get ekki sagt að ég verði hérna áfram. Ég tek ekki ákvörðun fyrr en tímabilinu er lokið,“ sagði Elísabet í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. Taktíkin gekk fullkomlega upp Elísabet fór vel yfir leikinn gegn Rosengård og hvernig Kristianstad fór að því að vinna hann. „Við vorum ótrúlega staðráðnar í því að vinna þennan leik. Hann skipti sköpum fyrir okkur. Við vorum með ákveðna taktík sem mér fannst ganga nánast hundrað prósent upp,“ sagði Elísabet. „Í rauninni var taktíkin mjög einföld. Oft þegar maður fer og spilar við Rosengård á útivelli er maður með bilaðan fókus á allt sem þær geta gert og hvernig þær geta komist á bak við okkur og skapað færi. Við ákváðum að einbeita okkur að því sem þær geta ekki gert og hundrað prósent einbeitingu á því sem við getum gert. Það er ótrúlega mikill munur á þessu, að einbeita sér að styrkleikum andstæðingsins eða veikleikum hans.“ Draumabyrjun Elísabet segir að Kristianstad hafi ákveðið að setja Rosengård undir pressu í byrjun leiks. Það gaf góða raun því strax á 2. mínútu kom hin finnska Eveliina Summanen gestunum yfir. „Við vonuðust eftir marki snemma en ég viðurkenni að ég bjóst ekki alveg við marki á 2. mínútu. Það var samt ákveðin taktík að koma marki á þær mjög snemma, bakka svo með liðið því þú hápressar Rosengård ekki í Malmö á þessu grasi í heilan leik,“ sagði Elísabet. Ótrúlega erfið deild Eins og áður sagði kemst Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ef liðið endar í einu af þremur efstu sætum sænsku deildarinnar. „Við ætlum okkur að spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er bara þannig. Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því nema að spila leiki í þessari deild í hverri viku að þetta er ótrúlega erfið deild. Liðin eru svo jöfn og það er svo ótrúlega taktískt spil á bak við hvern einasta leik. Við höfum misst leikmenn út en mér finnst við hafa haldið okkur ótrúlega vel við þann fótbolta sem við ætlum okkur að spila. Það var að vera meira með boltann en við höfum nokkrum sinnum verið með og spila út úr pressu sama hvað,“ sagði Elísabet. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Viðtal við Elísabetu
Sænski boltinn Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31 Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31
Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34