Einkunnir Íslands: Vindurinn bestur gegn Belgum Íþróttadeild Vísis skrifar 14. október 2020 20:54 Íslenska liðið fagnar Birki Má Sævarssyni sem skoraði mark liðsins gegn Belgum í kvöld. AP/Brynjar Gunnarsson Birkir Már Sævarsson, eða „Vindurinn“, fékk hæstu einkunn íslensku leikmannanna í 2-1 tapinu gegn Belgíu í kvöld. Íslenska liðið réði illa við markamaskínuna Romelu Lukaku sem skoraði bæði mörk Belga en það var Birkir sem að jafnaði metin í fyrri hálfleiknum. Ísland var án margra fastamanna í kvöld vegna meiðsla og af öðrum ástæðum en þar með gafst tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína, í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn við Ungverjaland 12. nóvember, um sæti á EM. Að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna vegna leiksins við Belgíu. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Átti ekki möguleika í skot Lukaku í fyrsta marki leiksins og giskaði á rangt horn í vítinu. Fékk annars ekki mörg tækifæri til að verja en greip vel inn í fyrirgjafir og var öruggur þegar hann þurfti að taka við sendingum. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Mikið á ferðinni í vængbakvarðarstöðunni og skoraði laglegt mark eftir að hafa geyst eins og vindurinn í gegnum vörn Belga. Varðist sjálfur vel og engin tilviljun að Belgar komust lítt áleiðis á vinstri kantinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Greip vel inn í þegar boltinn kom inn á hans svæði og virtist helst geta ráðið við Lukaku. Komst best frá sínu af miðvörðunum þremur í nýja kerfinu og veikti að minnsta kosti ekki stöðu sína í baráttunni um byrjunarliðssæti. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Átti í miklum erfiðleikum gegn hinum nautsterka Lukaku í fyrri hálfleik. Náði ekkert að trufla hann í fyrsta marki leiksins og renndi sér klaufalega í hann þegar vítið var dæmt sem Lukaku skoraði úr. Stóð sig ágætlega í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Fékk boltann óheppilega í sig í fyrsta marki leiksins. Virtist ekki tengja nægilega vel saman við Ara og Hólmar, og naut sín ekki sérlega vel þrátt fyrir að vera í hlutverki sem hann er þaulvanur í Rússlandi. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Komst lítið í takt við leikinn í vængbakvarðarstöðunni, sem þó hefði mátt ætla að hentaði Ara og hans sendingagetu vel. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en Belgar komust betur áleiðis á hægri kantinum. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Harður í návígum, með mikla yfirferð og mjög baráttuglaður sem fyrr en hefði stundum mátt staðsetja sig betur og binda varnarleikinn betur saman. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Eldfljótur að hugsa og átti magnaða stoðsendingu þegar Ísland jafnaði í 1-1. Tók annars lítinn þátt í spilinu hjá íslenska liðinu en hljóp mikið og sinnti sínu varnarhlutverki. Birkir Bjarnason (Fyrirliði), miðjumaður 6 Hæfilega afslappaður, reyndi alltaf að halda í boltann og koma honum skynsamlega frá sér, og gerði það vel. Minna sjáanlegur í seinni hálfleiknum í sínum þriðja leik á einni viku. Albert Guðmundsson, framherji 6 Óhræddur við að halda boltanum, gerði það mjög vel og skilaði honum oftast vel frá sér. Náði þó lítið að búa til á fremsta þriðjungi vallarins enda fá tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur sem fyrr og tók virkan þátt í varnarleiknum en náði lítið sem ekkert að ógna fram á við. Hraðinn dugði skammt gegn fljótum varnarmönnum Belgíu. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 69. mínútu 4 Náði ekki að stimpla sig inn í leikinn að ráði. Hleypti Belgum í hættulegt færi undir lokin. Viðar Örn Kjartansson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 69. mínútu 5 Sást lítið og náði ekki að nýta þann stutta tíma sem hann fékk í þessari landsleikjatörn. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Hörð Björgvin Magnússon á 86. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40 Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14 Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, eða „Vindurinn“, fékk hæstu einkunn íslensku leikmannanna í 2-1 tapinu gegn Belgíu í kvöld. Íslenska liðið réði illa við markamaskínuna Romelu Lukaku sem skoraði bæði mörk Belga en það var Birkir sem að jafnaði metin í fyrri hálfleiknum. Ísland var án margra fastamanna í kvöld vegna meiðsla og af öðrum ástæðum en þar með gafst tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína, í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn við Ungverjaland 12. nóvember, um sæti á EM. Að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna vegna leiksins við Belgíu. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Átti ekki möguleika í skot Lukaku í fyrsta marki leiksins og giskaði á rangt horn í vítinu. Fékk annars ekki mörg tækifæri til að verja en greip vel inn í fyrirgjafir og var öruggur þegar hann þurfti að taka við sendingum. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Mikið á ferðinni í vængbakvarðarstöðunni og skoraði laglegt mark eftir að hafa geyst eins og vindurinn í gegnum vörn Belga. Varðist sjálfur vel og engin tilviljun að Belgar komust lítt áleiðis á vinstri kantinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Greip vel inn í þegar boltinn kom inn á hans svæði og virtist helst geta ráðið við Lukaku. Komst best frá sínu af miðvörðunum þremur í nýja kerfinu og veikti að minnsta kosti ekki stöðu sína í baráttunni um byrjunarliðssæti. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Átti í miklum erfiðleikum gegn hinum nautsterka Lukaku í fyrri hálfleik. Náði ekkert að trufla hann í fyrsta marki leiksins og renndi sér klaufalega í hann þegar vítið var dæmt sem Lukaku skoraði úr. Stóð sig ágætlega í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Fékk boltann óheppilega í sig í fyrsta marki leiksins. Virtist ekki tengja nægilega vel saman við Ara og Hólmar, og naut sín ekki sérlega vel þrátt fyrir að vera í hlutverki sem hann er þaulvanur í Rússlandi. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Komst lítið í takt við leikinn í vængbakvarðarstöðunni, sem þó hefði mátt ætla að hentaði Ara og hans sendingagetu vel. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en Belgar komust betur áleiðis á hægri kantinum. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Harður í návígum, með mikla yfirferð og mjög baráttuglaður sem fyrr en hefði stundum mátt staðsetja sig betur og binda varnarleikinn betur saman. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Eldfljótur að hugsa og átti magnaða stoðsendingu þegar Ísland jafnaði í 1-1. Tók annars lítinn þátt í spilinu hjá íslenska liðinu en hljóp mikið og sinnti sínu varnarhlutverki. Birkir Bjarnason (Fyrirliði), miðjumaður 6 Hæfilega afslappaður, reyndi alltaf að halda í boltann og koma honum skynsamlega frá sér, og gerði það vel. Minna sjáanlegur í seinni hálfleiknum í sínum þriðja leik á einni viku. Albert Guðmundsson, framherji 6 Óhræddur við að halda boltanum, gerði það mjög vel og skilaði honum oftast vel frá sér. Náði þó lítið að búa til á fremsta þriðjungi vallarins enda fá tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur sem fyrr og tók virkan þátt í varnarleiknum en náði lítið sem ekkert að ógna fram á við. Hraðinn dugði skammt gegn fljótum varnarmönnum Belgíu. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 69. mínútu 4 Náði ekki að stimpla sig inn í leikinn að ráði. Hleypti Belgum í hættulegt færi undir lokin. Viðar Örn Kjartansson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 69. mínútu 5 Sást lítið og náði ekki að nýta þann stutta tíma sem hann fékk í þessari landsleikjatörn. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Hörð Björgvin Magnússon á 86. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40 Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14 Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45
Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40
Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14
Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10