Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr víti gegn Ungverjalandi á EM 2016 og fagnar hér markinu vel. Getty/Lars Baron Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. Landsleikjatörn síðustu daga er nú lokið og leikmenn farnir til sinna félagsliða. Ísland lék þrjá heimaleiki og vann Rúmeníu í EM-umspilinu en tapaði svo fyrir Danmörku og Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ungverjar léku aftur á móti þrjá útileiki og komust afar vel frá sínu. Þeir slógu Búlgari út úr EM-umspilinu, með 3-1 sigri, unnu svo Serba 1-0 í Belgrad og gerðu 0-0 jafntefli við Rússa. Adam Szalai með fyrirliðabandið í 0-0 jafntefli Ungverja við Rússa í gærkvöld.Getty/Anton Novoderezhkin Þegar Ísland og Ungverjaland mættust í riðlakeppni EM, með sína háværu stuðningsmenn á leikvanginum í Marseille, gerðu þau 1-1 jafntefli. Þá voru menn á borð við markmanninn Gábor Király, Zoltán Gera og Roland Juhász enn lykilmenn í ungverska liðinu en þeir lögðu landsliðstreyjuna á hilluna eftir mótið. Mikil endurnýjun hefur orðið hjá Ungverjum síðan þá, öfugt við Íslendinga sem gætu hugsanlega teflt fram sama byrjunarliði 12. nóvember og gert var í Marseille. Töpuðu gegn Andorra „Þynnkan“ eftir flotta frammistöðu á EM var söguleg hjá Ungverjum. Ákveðnum botni í merkri knattspyrnusögu þjóðarinnar var nefnilega náð þegar liðið tapaði 1-0 gegn Andorra í undankeppni HM, sumarið 2017. Skömmu seinna hætti Þjóðverjinn Bernd Storck sem þjálfari Ungverja og Belginn Georges Leekens, sem Íslendingar þekkja kannski vegna starfa hjá Íslendingaliðinu Lokeren, tók við. Leikirnir fjórir hjá Ungverjum undir stjórn Leekens eru taldir þeir verstu hjá liðinu síðustu tvo áratugi og hann var strax látinn fara. Ítalinn Marco Rossi hefur því stýrt Ungverjum frá árinu 2018. Hann er í miklum metum og hefur verið það frá því að hann stýrði Honved til ungverska meistaratitilsins árið 2017. Var því lýst sem kraftaverki. Sterkur markmaður sem var á mála hjá Liverpool Á þessu ári hefur Rossi breytt úr 4-2-3-1 kerfi yfir í 3-5-2 kerfi sem virkaði vel nú í haust, í sigrunum gegn Búlgaríu, Serbíu og Tyrklandi. Tveir lykilmenn í þessu kerfi mættu Íslandi 2016, þeir Adam Szalai og Nemanja Nikolic sem átti „stoðsendinguna“ í sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar undir lok leiks. Markmaðurinn Peter Gulácsi er einn af burðarásum ungverska liðsins.Getty/Roland Krivec Tveir ungir og hæfileikaríkir leikmenn hafa verið að ryðja sér til rúms hjá Ungverjum. Roland Sallai er kantmaður Freiburg og miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai er hjá Red Bull Salzburg. Sá síðarnefndi fékk þó ekki leyfi hjá sínu félagsliði til að taka þátt í síðustu landsleikjum. Markmaðurinn Peter Gulácsi, sem um árabil var á mála hjá Liverpool án þess að leika með liðinu, er algjör lykilmaður hjá Ungverjum. Hann er í dag markmaður RB Leipzig líkt og miðvörðurinn Willi Orban sem einnig er Ungverjum afar mikilvægur. Vonast eftir 20 þúsund stuðningsmönnum Auk þess sem ungverska landsliðið virðist vera á réttri braut þá eiga Ungverjar lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst í næstu viku. Ferencvaros leikur þá í keppninni í annað sinn eftir að hafa einnig verið þar árið 1995. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn leiki Ungverja grátt eins og marga aðra þá vonast þeir til þess að 20.000 stuðningsmenn liðsins verði á leiknum gegn Íslendingum. Reglur UEFA leyfa þann fjölda á svo stórum leikvangi eins og Puskás Arena er. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Davíð Þór Viðarsson fór yfir ævintýralegan sólarhring bróður síns Arnar Þórs Viðarssonar í uppgjöri Stöð 2 Sport á leik Íslands og Belgíu í gær. 15. október 2020 12:11 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar „Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1. 14. október 2020 21:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Ungverjar sóttu sögulegan sigur til Serbíu Leikið var víðar en í Reykjavík í Þjóðadeild Evrópu í kvöld og meðal annars voru Ungverjar, verðandi andstæðingar Íslands í umspili fyrir EM, í eldlínunni. 11. október 2020 21:01 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. Landsleikjatörn síðustu daga er nú lokið og leikmenn farnir til sinna félagsliða. Ísland lék þrjá heimaleiki og vann Rúmeníu í EM-umspilinu en tapaði svo fyrir Danmörku og Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ungverjar léku aftur á móti þrjá útileiki og komust afar vel frá sínu. Þeir slógu Búlgari út úr EM-umspilinu, með 3-1 sigri, unnu svo Serba 1-0 í Belgrad og gerðu 0-0 jafntefli við Rússa. Adam Szalai með fyrirliðabandið í 0-0 jafntefli Ungverja við Rússa í gærkvöld.Getty/Anton Novoderezhkin Þegar Ísland og Ungverjaland mættust í riðlakeppni EM, með sína háværu stuðningsmenn á leikvanginum í Marseille, gerðu þau 1-1 jafntefli. Þá voru menn á borð við markmanninn Gábor Király, Zoltán Gera og Roland Juhász enn lykilmenn í ungverska liðinu en þeir lögðu landsliðstreyjuna á hilluna eftir mótið. Mikil endurnýjun hefur orðið hjá Ungverjum síðan þá, öfugt við Íslendinga sem gætu hugsanlega teflt fram sama byrjunarliði 12. nóvember og gert var í Marseille. Töpuðu gegn Andorra „Þynnkan“ eftir flotta frammistöðu á EM var söguleg hjá Ungverjum. Ákveðnum botni í merkri knattspyrnusögu þjóðarinnar var nefnilega náð þegar liðið tapaði 1-0 gegn Andorra í undankeppni HM, sumarið 2017. Skömmu seinna hætti Þjóðverjinn Bernd Storck sem þjálfari Ungverja og Belginn Georges Leekens, sem Íslendingar þekkja kannski vegna starfa hjá Íslendingaliðinu Lokeren, tók við. Leikirnir fjórir hjá Ungverjum undir stjórn Leekens eru taldir þeir verstu hjá liðinu síðustu tvo áratugi og hann var strax látinn fara. Ítalinn Marco Rossi hefur því stýrt Ungverjum frá árinu 2018. Hann er í miklum metum og hefur verið það frá því að hann stýrði Honved til ungverska meistaratitilsins árið 2017. Var því lýst sem kraftaverki. Sterkur markmaður sem var á mála hjá Liverpool Á þessu ári hefur Rossi breytt úr 4-2-3-1 kerfi yfir í 3-5-2 kerfi sem virkaði vel nú í haust, í sigrunum gegn Búlgaríu, Serbíu og Tyrklandi. Tveir lykilmenn í þessu kerfi mættu Íslandi 2016, þeir Adam Szalai og Nemanja Nikolic sem átti „stoðsendinguna“ í sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar undir lok leiks. Markmaðurinn Peter Gulácsi er einn af burðarásum ungverska liðsins.Getty/Roland Krivec Tveir ungir og hæfileikaríkir leikmenn hafa verið að ryðja sér til rúms hjá Ungverjum. Roland Sallai er kantmaður Freiburg og miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai er hjá Red Bull Salzburg. Sá síðarnefndi fékk þó ekki leyfi hjá sínu félagsliði til að taka þátt í síðustu landsleikjum. Markmaðurinn Peter Gulácsi, sem um árabil var á mála hjá Liverpool án þess að leika með liðinu, er algjör lykilmaður hjá Ungverjum. Hann er í dag markmaður RB Leipzig líkt og miðvörðurinn Willi Orban sem einnig er Ungverjum afar mikilvægur. Vonast eftir 20 þúsund stuðningsmönnum Auk þess sem ungverska landsliðið virðist vera á réttri braut þá eiga Ungverjar lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst í næstu viku. Ferencvaros leikur þá í keppninni í annað sinn eftir að hafa einnig verið þar árið 1995. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn leiki Ungverja grátt eins og marga aðra þá vonast þeir til þess að 20.000 stuðningsmenn liðsins verði á leiknum gegn Íslendingum. Reglur UEFA leyfa þann fjölda á svo stórum leikvangi eins og Puskás Arena er.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Davíð Þór Viðarsson fór yfir ævintýralegan sólarhring bróður síns Arnar Þórs Viðarssonar í uppgjöri Stöð 2 Sport á leik Íslands og Belgíu í gær. 15. október 2020 12:11 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar „Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1. 14. október 2020 21:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Ungverjar sóttu sögulegan sigur til Serbíu Leikið var víðar en í Reykjavík í Þjóðadeild Evrópu í kvöld og meðal annars voru Ungverjar, verðandi andstæðingar Íslands í umspili fyrir EM, í eldlínunni. 11. október 2020 21:01 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
„Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Davíð Þór Viðarsson fór yfir ævintýralegan sólarhring bróður síns Arnar Þórs Viðarssonar í uppgjöri Stöð 2 Sport á leik Íslands og Belgíu í gær. 15. október 2020 12:11
Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29
Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar „Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1. 14. október 2020 21:16
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Ungverjar sóttu sögulegan sigur til Serbíu Leikið var víðar en í Reykjavík í Þjóðadeild Evrópu í kvöld og meðal annars voru Ungverjar, verðandi andstæðingar Íslands í umspili fyrir EM, í eldlínunni. 11. október 2020 21:01