Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 11:01 Thomas Grönnemark segir leikmönnum Liverpool til á æfingu. Getty/Nick Taylor Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira