EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:24 Komist íslenska landsliðið á EM næsta sumar þá lendir það í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Hér má sjá landsliðsþjálfara þeirra landa eða þá Fernando Santos, Joachim Löw og Didier Deschamps. Getty/Alex Nicodim Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira