Henry í áfalli eftir val þjálfarans Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 12:31 Amandine Henry hefur lengi verið í stóru hlutverki í franska landsliðinu. Hér er hún í baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur á EM 2017, áður en Henry fiskaði víti seint í leiknum með leikaraskap. Getty/Christopher Lee Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira