Golfið fær grænt ljós Ísak Hallmundarson skrifar 18. október 2020 23:08 Golfarar á höfuðborgarsvæðinu geta tekið gleði sína á ný. vísir/vilhelm GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. Ákvörðunin kemur í framhaldi af reglugerð heilbrigðisráðherra, á grundvelli tilmæla sóttvarnalæknis, þess efnis að snertilausar íþróttir verði heimilar að nýju á höfuðborgarsvæðinu. Golfsambandið hvetur kylfinga til að halda áfram að hlúa að einstaklingsbundnum sóttvörnum, forðast hópamyndanir og virða fjarlægðarmörk. Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu ættu því að geta nýtt síðustu vikur golfársins til fulls. Þó er tekið fram að ákvörðun um að opna vellina sé í höndum hvers golfklúbbs fyrir sig. Tilkynning af vef GSÍ: Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. Kylfingar er hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum í hvívetna, virða tveggja metra fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir á golfvallasvæðunum, s.s. við golfskála og á bílastæðum. Í ljósi aðstæðna verður leikið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem teknar voru upp og kynntar voru kylfingum þann 4. maí síðastliðinn. Í þeim leiðbeiningum fólst að boltaþvottavélar voru fjarlægðar af golfvöllum og hrífur teknar úr glompum. Óheimilt er að fjarlægja flaggstangir úr holum og svampar verða í holubotnum svo unnt sé að fjarlægja boltann án þess að snerta holuna. Einungis sambýlisfólk skal deila golfbíl. Leiðbeiningarnar frá 4. maí fylgja þessari tilkynningu og vísast til þeirra. Til viðbótar skulu golfklúbbar vanda sig til að koma í veg fyrir smithættu á æfingasvæðum. Sameiginlega snertifleti skal því sótthreinsa eins og best er kostur en í því felst að sótthreinsa æfingabolta, körfur og snertihnappa á boltavélum eftir hverja notkun. Það skal þó áréttað að opnun golfvalla verður í höndum hvers golfklúbbs fyrir sig og tekur mið af ástandi valla, veðri og starfsmannafjölda klúbbanna. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. Ákvörðunin kemur í framhaldi af reglugerð heilbrigðisráðherra, á grundvelli tilmæla sóttvarnalæknis, þess efnis að snertilausar íþróttir verði heimilar að nýju á höfuðborgarsvæðinu. Golfsambandið hvetur kylfinga til að halda áfram að hlúa að einstaklingsbundnum sóttvörnum, forðast hópamyndanir og virða fjarlægðarmörk. Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu ættu því að geta nýtt síðustu vikur golfársins til fulls. Þó er tekið fram að ákvörðun um að opna vellina sé í höndum hvers golfklúbbs fyrir sig. Tilkynning af vef GSÍ: Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. Kylfingar er hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum í hvívetna, virða tveggja metra fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir á golfvallasvæðunum, s.s. við golfskála og á bílastæðum. Í ljósi aðstæðna verður leikið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem teknar voru upp og kynntar voru kylfingum þann 4. maí síðastliðinn. Í þeim leiðbeiningum fólst að boltaþvottavélar voru fjarlægðar af golfvöllum og hrífur teknar úr glompum. Óheimilt er að fjarlægja flaggstangir úr holum og svampar verða í holubotnum svo unnt sé að fjarlægja boltann án þess að snerta holuna. Einungis sambýlisfólk skal deila golfbíl. Leiðbeiningarnar frá 4. maí fylgja þessari tilkynningu og vísast til þeirra. Til viðbótar skulu golfklúbbar vanda sig til að koma í veg fyrir smithættu á æfingasvæðum. Sameiginlega snertifleti skal því sótthreinsa eins og best er kostur en í því felst að sótthreinsa æfingabolta, körfur og snertihnappa á boltavélum eftir hverja notkun. Það skal þó áréttað að opnun golfvalla verður í höndum hvers golfklúbbs fyrir sig og tekur mið af ástandi valla, veðri og starfsmannafjölda klúbbanna.
Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. Kylfingar er hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum í hvívetna, virða tveggja metra fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir á golfvallasvæðunum, s.s. við golfskála og á bílastæðum. Í ljósi aðstæðna verður leikið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem teknar voru upp og kynntar voru kylfingum þann 4. maí síðastliðinn. Í þeim leiðbeiningum fólst að boltaþvottavélar voru fjarlægðar af golfvöllum og hrífur teknar úr glompum. Óheimilt er að fjarlægja flaggstangir úr holum og svampar verða í holubotnum svo unnt sé að fjarlægja boltann án þess að snerta holuna. Einungis sambýlisfólk skal deila golfbíl. Leiðbeiningarnar frá 4. maí fylgja þessari tilkynningu og vísast til þeirra. Til viðbótar skulu golfklúbbar vanda sig til að koma í veg fyrir smithættu á æfingasvæðum. Sameiginlega snertifleti skal því sótthreinsa eins og best er kostur en í því felst að sótthreinsa æfingabolta, körfur og snertihnappa á boltavélum eftir hverja notkun. Það skal þó áréttað að opnun golfvalla verður í höndum hvers golfklúbbs fyrir sig og tekur mið af ástandi valla, veðri og starfsmannafjölda klúbbanna.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34
Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55