UNICEF: Undirbýr stóru stundina þegar bóluefni verður tilbúið Heimsljós 20. október 2020 14:00 UNICEF Þegar sú stund rennur upp að bóluefni gegn COVID-19 verður tilbúið þarf margt annað að vera til reiðu svo hægt verði að koma bóluefninu með hröðum, öruggum og skilvirkum hætti til fólks. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur hafið slíkan undirbúning með því að kaupa sprautur og annan nauðsynlegan búnað. Í frétt frá UNICEF segir að um leið og COVID-19 bóluefni fáist samþykkt þurfi að vera fyrir hendi ein sprauta fyrir hvern skammt af bóluefni. UNICEF hefur því sett sér það viðmið að safna 520 milljónum af sprautum í vörugeymslur sínar á þessu ári en alls er ætlunin að eiga einn milljarð af sprautum á næsta ári þegar COVID-19 bólusetningar hefjast. Einnig ætlar UNICEF að safna 620 milljónum af sprautum fyrir aðrar bólusetningar eins og gegn mislingum og taugaveiki. Til þess að tryggja að bóluefni sé flutt og geymt við rétt hitastig er UNICEF ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) að kortleggja núverandi frystibúnað og geymslurými og taka saman leiðbeiningar fyrir þjóðir um verklag við bólusetningar. „Að bólusetja heiminn gegn COVID-19 verður eitt stærsta verkefni í sögu mannkyns og við þurfum að geta brugðist hratt við um leið og framleiðsla bóluefnis er komin af stað,“ segir Heniretta Fore framkvæmdastýra UNICEF. UNICEF vinnur náið með GAVI, alþjóðlegum sjóði um bólusetningar, að þessu mikilvæga verkefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Þegar sú stund rennur upp að bóluefni gegn COVID-19 verður tilbúið þarf margt annað að vera til reiðu svo hægt verði að koma bóluefninu með hröðum, öruggum og skilvirkum hætti til fólks. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur hafið slíkan undirbúning með því að kaupa sprautur og annan nauðsynlegan búnað. Í frétt frá UNICEF segir að um leið og COVID-19 bóluefni fáist samþykkt þurfi að vera fyrir hendi ein sprauta fyrir hvern skammt af bóluefni. UNICEF hefur því sett sér það viðmið að safna 520 milljónum af sprautum í vörugeymslur sínar á þessu ári en alls er ætlunin að eiga einn milljarð af sprautum á næsta ári þegar COVID-19 bólusetningar hefjast. Einnig ætlar UNICEF að safna 620 milljónum af sprautum fyrir aðrar bólusetningar eins og gegn mislingum og taugaveiki. Til þess að tryggja að bóluefni sé flutt og geymt við rétt hitastig er UNICEF ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) að kortleggja núverandi frystibúnað og geymslurými og taka saman leiðbeiningar fyrir þjóðir um verklag við bólusetningar. „Að bólusetja heiminn gegn COVID-19 verður eitt stærsta verkefni í sögu mannkyns og við þurfum að geta brugðist hratt við um leið og framleiðsla bóluefnis er komin af stað,“ segir Heniretta Fore framkvæmdastýra UNICEF. UNICEF vinnur náið með GAVI, alþjóðlegum sjóði um bólusetningar, að þessu mikilvæga verkefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent