Hvaðan kom þessi Axel Tuanzebe inn í byrjunarlið Man Utd í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 12:01 Axel Tuanzebe hélt aftur af hinum frábæra Kylian Mbappeí leiknum á Pars de Princes í gær. Getty/Aurelien Meunier Manchester United sótti þrjú stig til Parísar í gær og byrjaði Meistaradeildartímabilið með glæsilegum sigri á stórliði Paris Saint Germain. Einn af hetjum liðsins var leikmaður sem fáir kannast örugglega við. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að gera breytingar á miðri vörn United liðsins þar sem fyrirliðinn Harry Maguire meiddist á móti Newcastle og Eric Bailly var heldur ekki leikfær. Manchester United var hins vegar ekki að fara mæta hvaða liði sem er heldur silfurliðinu í síðustu Meistaradeild og það á útivelli. Axel Tuanzebe played his first game for Manchester United since December last year.He had Kylian Mbappe on lock pic.twitter.com/mVn4H2Q0IP— B/R Football (@brfootball) October 20, 2020 Solskjær ákvað að henda Axel Tuanzebe út í djúpu laugina og láta hann fá það rosalega verkefni að reyna að koma í veg fyrir að þeir Neymar eða Kylian Mbappe myndu skora í leiknum. Það tókst hjá stráknum því Axel Tuanzebe átti mjög góðan leik í flottum sigri og hvorki Neymar eða Kylian Mbappe komust á blað. Eina markið hjá PSG liðinu var sjálfsmark Anthony Martial en sóknarmaðurinn ruglaðist eitthvað í ríminu í einni hornspyrnu Parísarliðsins. Stóra spurningin var aftur á móti hvaða kom þessi Axel Tuanzebe? Það vissu kannski ekki alltof margir af því að Axel Tuanzebe væri leikmaður Manchester United. Hann hafði nefnilega ekki spilað með aðalliði United í næstum því heilt ár eða síðan í desember 2019. Axel Tuanzebe No senior appearance since December 2019 Last game was against Colchester in the Carabao Cup Asked to handle Mbappe, Neymar & Di Maria Absolutely no sweat#MUFC #Tuanzebe pic.twitter.com/ce8oXZeAhC— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 21, 2020 Axel Tuanzebe er 22 ára gamall og hefur spilað fyrir ensku unglingalandsliðin en hann er fæddur Kongó í nóvember árið 1997. Tuanzebe er uppalinn hjá Manchester United en hann kom fyrst til félagsins átta ára gamall. Hann hefur tvisvar farið á lán og í bæði skiptin til Aston Villa. Tuanzebe hafði hins vegar ekkert spilað með aðalliði Manchester United í tíu mánuði eða síðan að hann hjálpaði liðnu að vinna 3-0 sigur á Colchester Utd. í enska deildabikarnum 18. desember 2019. Liðið hélt líka hreinu í síðasta Meistaradeildarleik hans fyrir leikinn í gærkvöldi en hann var 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar á Old Trafford 12. desember 2019. Tuanzebe tognaði aftan í læri í kjölfarið og missti af næstu leikjum. Fyrir leikinn í gær voru eflaust margir stuðningsmenn Manchester United búnir að gleyma honum en hann minnti á sig í gær. Keeping the likes of Neymar, Kylian Mbappe and Angel Di Maria quiet in your first game since late 2019. Axel Tuanzebe is a real talent. What a performance! https://t.co/VH5nTSASNl— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, lofaði frammistöðu stráksins á BT Sport eftir leik. „Þarna hefur Man United verið í vandræðum undanfarna sex til tólf mánuði. Einmitt á þessum stöðum, að hlaupa menn uppi á kantinum. Þeir hafa ekki getað haldið í við sóknarmenn mótherjann sem hefur margoft opnað vörnin upp á gátt,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann las hættuna. Ole var að tala um að hann hafi verið að mæta tveimur af hættulegustu framherjum heims og hvað eftir annað þefaði hann upp hættuna. Það er ekki hægt annað en að verðlauna slíka frammistöðu,“ sagði Ferdinand og vill sjá strákinn spila fleiri leiki. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en í sínum fyrsta leik í tíu mánuði, að koma inn og spila svona vel. Hann á skilið að fá að spila meira á næstunni en auðvitað er það Ole sem tekur þá ákvörðun,“ sagði Ferdinand. Axel Tuanzebe kom með hraða inn í vörn Manchester United og leit líka vel út við að koma boltanum fram völlinn. Hann átti afbragðsleik og stjórinn hrósaði honum líka. „Við þekkjum allir hæfileika Axels. Hann er góður varnarmaður. Þetta var hans fyrsti leikur í tíu mánuði og þessi frammistaða er því vitnisburður um hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira
Manchester United sótti þrjú stig til Parísar í gær og byrjaði Meistaradeildartímabilið með glæsilegum sigri á stórliði Paris Saint Germain. Einn af hetjum liðsins var leikmaður sem fáir kannast örugglega við. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að gera breytingar á miðri vörn United liðsins þar sem fyrirliðinn Harry Maguire meiddist á móti Newcastle og Eric Bailly var heldur ekki leikfær. Manchester United var hins vegar ekki að fara mæta hvaða liði sem er heldur silfurliðinu í síðustu Meistaradeild og það á útivelli. Axel Tuanzebe played his first game for Manchester United since December last year.He had Kylian Mbappe on lock pic.twitter.com/mVn4H2Q0IP— B/R Football (@brfootball) October 20, 2020 Solskjær ákvað að henda Axel Tuanzebe út í djúpu laugina og láta hann fá það rosalega verkefni að reyna að koma í veg fyrir að þeir Neymar eða Kylian Mbappe myndu skora í leiknum. Það tókst hjá stráknum því Axel Tuanzebe átti mjög góðan leik í flottum sigri og hvorki Neymar eða Kylian Mbappe komust á blað. Eina markið hjá PSG liðinu var sjálfsmark Anthony Martial en sóknarmaðurinn ruglaðist eitthvað í ríminu í einni hornspyrnu Parísarliðsins. Stóra spurningin var aftur á móti hvaða kom þessi Axel Tuanzebe? Það vissu kannski ekki alltof margir af því að Axel Tuanzebe væri leikmaður Manchester United. Hann hafði nefnilega ekki spilað með aðalliði United í næstum því heilt ár eða síðan í desember 2019. Axel Tuanzebe No senior appearance since December 2019 Last game was against Colchester in the Carabao Cup Asked to handle Mbappe, Neymar & Di Maria Absolutely no sweat#MUFC #Tuanzebe pic.twitter.com/ce8oXZeAhC— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 21, 2020 Axel Tuanzebe er 22 ára gamall og hefur spilað fyrir ensku unglingalandsliðin en hann er fæddur Kongó í nóvember árið 1997. Tuanzebe er uppalinn hjá Manchester United en hann kom fyrst til félagsins átta ára gamall. Hann hefur tvisvar farið á lán og í bæði skiptin til Aston Villa. Tuanzebe hafði hins vegar ekkert spilað með aðalliði Manchester United í tíu mánuði eða síðan að hann hjálpaði liðnu að vinna 3-0 sigur á Colchester Utd. í enska deildabikarnum 18. desember 2019. Liðið hélt líka hreinu í síðasta Meistaradeildarleik hans fyrir leikinn í gærkvöldi en hann var 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar á Old Trafford 12. desember 2019. Tuanzebe tognaði aftan í læri í kjölfarið og missti af næstu leikjum. Fyrir leikinn í gær voru eflaust margir stuðningsmenn Manchester United búnir að gleyma honum en hann minnti á sig í gær. Keeping the likes of Neymar, Kylian Mbappe and Angel Di Maria quiet in your first game since late 2019. Axel Tuanzebe is a real talent. What a performance! https://t.co/VH5nTSASNl— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, lofaði frammistöðu stráksins á BT Sport eftir leik. „Þarna hefur Man United verið í vandræðum undanfarna sex til tólf mánuði. Einmitt á þessum stöðum, að hlaupa menn uppi á kantinum. Þeir hafa ekki getað haldið í við sóknarmenn mótherjann sem hefur margoft opnað vörnin upp á gátt,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann las hættuna. Ole var að tala um að hann hafi verið að mæta tveimur af hættulegustu framherjum heims og hvað eftir annað þefaði hann upp hættuna. Það er ekki hægt annað en að verðlauna slíka frammistöðu,“ sagði Ferdinand og vill sjá strákinn spila fleiri leiki. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en í sínum fyrsta leik í tíu mánuði, að koma inn og spila svona vel. Hann á skilið að fá að spila meira á næstunni en auðvitað er það Ole sem tekur þá ákvörðun,“ sagði Ferdinand. Axel Tuanzebe kom með hraða inn í vörn Manchester United og leit líka vel út við að koma boltanum fram völlinn. Hann átti afbragðsleik og stjórinn hrósaði honum líka. „Við þekkjum allir hæfileika Axels. Hann er góður varnarmaður. Þetta var hans fyrsti leikur í tíu mánuði og þessi frammistaða er því vitnisburður um hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira