Tveir sautján ára Barca strákar skrifuðu söguna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 19:31 Ansu Fati fagnar marki sínu með Barcelona í gær. Getty/Alex Caparros Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira