Zidane axlar ábyrgð á sögulega slæmum fyrri hálfleik Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 07:31 Zinedine Zidane klórar sér í kollinum á leiknum gegn Shaktar í gær. Getty/David S. Bustamante Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2. Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina. Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð: „Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna. Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane. 3 - Real Madrid have conceded three first half goals in a Champions League match for the first time since September 2005 vs Lyon, while this is the first time it has happened at home in the competition since February 2000 vs Bayern Munich. Shocker. pic.twitter.com/B5gCvaaDGF— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2020 Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag. „Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“ Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2. Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina. Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð: „Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna. Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane. 3 - Real Madrid have conceded three first half goals in a Champions League match for the first time since September 2005 vs Lyon, while this is the first time it has happened at home in the competition since February 2000 vs Bayern Munich. Shocker. pic.twitter.com/B5gCvaaDGF— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2020 Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag. „Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50