Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2020 16:00 Dominik Szoboszlai fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Red Bull Salzburg gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær. getty/Michael Molzar Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark þegar Red Bull Salzburg gerði 2-2 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Hinn nítján ára Szoboszlai er ungverskur landsliðsmaður og mætir Íslendingum í umspili um sæti á EM í Búdapest 12. nóvember. Szoboszlai er sparkviss með afbrigðum eins og hann sýndi í leiknum í gær. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk hann boltann á vítateigshorninu vinstra megin eftir hornspyrnu. Szoboszlai beið ekki boðanna, lét vaða og boltinn fór í slána og inn. Hann jafnaði þarna metin í 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Salzburg 2-2 Lokomotiv Moskva Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Szoboszlai fór til Austurríkis 2016 þegar hann gekk í raðir Liefering. Eftir tvö ár þar fór hann til Salzburg þar sem hann hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn besti leikmaður austurrísku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá níu mörk og lagði upp fjórtán í 27 deildarleikjum. Szoboszlai hefur leikið tíu leiki fyrir ungverska A-landsliðið og skorað tvö mörk, bæði með skotum beint úr aukaspyrnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark þegar Red Bull Salzburg gerði 2-2 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Hinn nítján ára Szoboszlai er ungverskur landsliðsmaður og mætir Íslendingum í umspili um sæti á EM í Búdapest 12. nóvember. Szoboszlai er sparkviss með afbrigðum eins og hann sýndi í leiknum í gær. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk hann boltann á vítateigshorninu vinstra megin eftir hornspyrnu. Szoboszlai beið ekki boðanna, lét vaða og boltinn fór í slána og inn. Hann jafnaði þarna metin í 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Salzburg 2-2 Lokomotiv Moskva Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Szoboszlai fór til Austurríkis 2016 þegar hann gekk í raðir Liefering. Eftir tvö ár þar fór hann til Salzburg þar sem hann hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn besti leikmaður austurrísku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá níu mörk og lagði upp fjórtán í 27 deildarleikjum. Szoboszlai hefur leikið tíu leiki fyrir ungverska A-landsliðið og skorað tvö mörk, bæði með skotum beint úr aukaspyrnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira