Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu.
Svíar unnu 7-0 sigur í leik liðanna sem fór fram í Svíþjóð í kvöld en Ísland og Svíþjóð berjast um toppsætið.
Svíþjóð er nú á toppi riðilsins með sextán stig, þremur stigum á undan íslensku stelpunum, en Ísland á einn leik til góða.
Ísland er komið til Svíþjóðar þar sem liðið býr sig undir úrslitaleikinn gegn Svíum en hann fer fram í Gautaborg næsta þriðjudag.
Lettland er á botninum án stiga með mínus 35 í markatölu.