Sjáðu magnað Beckham-mark frá gamla Víkingnum í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 14:01 Kemar Roofe fagnar marki sínu með Rangers liðinu í gærkvöldi. Getty/Jef Matthee Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira