Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2020 13:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53