Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2020 13:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53