Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 10:31 Eydís og Inga enduðu hjá fósturforeldrum sem í raun bjargaði framtíð þeirra. Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi
Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira