Sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi að störfum í Jemen Heimsljós 28. október 2020 14:01 Kolbrún Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er að störfum á meðferðardeild fyrir einstaklinga sem veikjast af COVID-19 í Aden í suðurhluta Jemen. „Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt við jemenska Rauða hálfmánann í aðgerðum sínum, bæði í baráttunni gegn COVID-19 en einnig afleiðinga vopnaðra átaka síðastliðinna ára,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Kolbrún ÞorsteinsdóttirRauði krossinn Vegna viðvarandi átaka og skorts á sjúkragögnum hafa margar heilbrigðisstofnanir neyðst til að loka í Jemen. Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að veita hundruð þúsunda einstaklinga grunnþjónustu og lífi þeirra er ógnað vegna læknanlegra sjúkdóma, vannæringar og stríðstengdra áverka, að því er fram kemur í fréttinni. „Skortur á rafmagni og eldsneyti og mikil verðbólga gerir það að verkum að matur, lyf og aðrar nauðsynjavörur eru of dýrar fyrir flesta íbúa landsins og gerir erfitt líf af völdum vopnaðra átaka enn erfiðara,“ segir þar. Heilbrigðiskerfið í Jemen er í molum eftir stríðið og hvergi hafa fleiri látist hlutfallslega af völdum veirunnar eftir afar erfiða fyrstu bylgju sjúkdómsins þar í landi. Meðferðardeildin sem Kolbrún starfar á er meðal annars útbúin 60 rúmum fyrir sjúklinga, röntgenherbergi, legudeildum, hágæslu, aðstöðu fyrir forgangsröðun sjúklinga og rannsóknarstofu. Nokkur tonn af sjúkragögnum og búnaði voru flutt á staðinn. Kolbrún hefur nú þegar hafið störf á deildinni og verður fram í janúar. Fyrir tveimur árum fór hún sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins til Cox´s Bazar í Bangladess. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent
Kolbrún Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er að störfum á meðferðardeild fyrir einstaklinga sem veikjast af COVID-19 í Aden í suðurhluta Jemen. „Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt við jemenska Rauða hálfmánann í aðgerðum sínum, bæði í baráttunni gegn COVID-19 en einnig afleiðinga vopnaðra átaka síðastliðinna ára,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Kolbrún ÞorsteinsdóttirRauði krossinn Vegna viðvarandi átaka og skorts á sjúkragögnum hafa margar heilbrigðisstofnanir neyðst til að loka í Jemen. Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að veita hundruð þúsunda einstaklinga grunnþjónustu og lífi þeirra er ógnað vegna læknanlegra sjúkdóma, vannæringar og stríðstengdra áverka, að því er fram kemur í fréttinni. „Skortur á rafmagni og eldsneyti og mikil verðbólga gerir það að verkum að matur, lyf og aðrar nauðsynjavörur eru of dýrar fyrir flesta íbúa landsins og gerir erfitt líf af völdum vopnaðra átaka enn erfiðara,“ segir þar. Heilbrigðiskerfið í Jemen er í molum eftir stríðið og hvergi hafa fleiri látist hlutfallslega af völdum veirunnar eftir afar erfiða fyrstu bylgju sjúkdómsins þar í landi. Meðferðardeildin sem Kolbrún starfar á er meðal annars útbúin 60 rúmum fyrir sjúklinga, röntgenherbergi, legudeildum, hágæslu, aðstöðu fyrir forgangsröðun sjúklinga og rannsóknarstofu. Nokkur tonn af sjúkragögnum og búnaði voru flutt á staðinn. Kolbrún hefur nú þegar hafið störf á deildinni og verður fram í janúar. Fyrir tveimur árum fór hún sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins til Cox´s Bazar í Bangladess. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent